Um okkur

Um hótelið

Staðsett á Suðausturlandi, staður sem þekktur er fyrir stórbrotið landslag og jöklasýn, er Hótel Klaustur, sem opnaði fyrst dyrnar árið 1993. Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða gesti okkar velkomna og að taka vel á móti þeim. Hótelið var allt gert upp árið 2018 og opnaði nýlega aftur með nýjum áherslum og nýrri sýn: að blanda saman nútímalegri íslenskri menningu og sögulegri arfleið landsins í kring.

Hótelið dregur nafn sitt eins og gefur til kynna af bænum Kirkjubæjarklaustri sem oftast er kallað Klaustur af heimamönnum. Bærinn stendur við hringveginn á milli tveggja þekktustu jökla Íslands, Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.

Mikið af þekktustu ferðamannastöðum landsins er að finna í grennd við Klaustur en lesa má meira um þessa staði hér á heimasíðunni okkar. Á Hótel Klaustri bjóðum við upp á 57 herbergi sem skiptast í 36 Standard herbergi, 20 Superior herbergi og eina svítu. Herbergin eru mismunandi í stærð og fara úr því að vera 16 m2 í 42 m2. Öll herbergin eru búin þægilegum rúmum, hitakerfi, einkabaðherbergi og sturtu og/eða baðkari.

Á veitingastaðunum okkar, KLAUSTUR Restaurant bjóðum við gestum og gangandi upp á hágæðamat úr hráefnum úr sveitinni. Hjá okkur færðu hina frægu Lindarbleikju og eitt besta lambakjöt á Íslandi.

Á sumrin opnum við veröndina svo að gestir veitingastaðarins geta notið sólarinnar, fallegs útsýnis og íslenska sveitaloftsins. Við bjóðum alla velkomna á Happy Hour á Klaustur Barnum en þar má finna matseðil með úrvali smárétta ásamt drykkjarseðli með bjór, víni og kokteilum.

Eitt fundarherbergi er á hótelinu sem tekur 15 manns en ef verið er að skipuleggja stærri viðburð er félagsheimili á Klaustri sem getur boðið upp á aðstöðu fyrir allt að 100 manns.

Um Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur, eða Klaustur eins og það er oftast kallað af heimamönnum, er smábær á sunnanverðu Íslandi. Bærinn stendur við þjóðveg eitt og þar búa um 120 manns. Kirkjubæjarklaustur er eini staðurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hafnar þar sem finna má þjónustu, svo sem bensínstöð, banka, pósthús og matvöruverslun. Landfræðileg staðsetning Klausturs er merkileg af þeim ástæðum að bærinn situr á milli tveggja þekktustu jökla landsins, Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.

Mikið af vinsælum ferðamannastöðum sem vert er að heimsækja eru í nánd við Klaustur, til að mynda Vatnajökulsþjóðgarður, Fjaðrárgljúfur, Kirkjugólf, Dverghamrar, Lakagígar og Jökulsárlón.

Ennfremur er keyrt framhjá fjölda fallegra staða á leiðinni til Klausturs, þar á meðal Seljalandsfossi, Skógarfossi og Reynisfjöru. Bærinn sjálfur á sér langa sögu en talið er að írskir munkar hafi átt hér heima jafnvel áður en að Norðmenn settust að á Íslandi.

Áður fyrr hét bærinn einungis Kirkjubær en árið 1186 var stofnað hér nunnuklaustur af Benediktsreglu og síðar bættist því endirinn -klaustur við nafnið. Nunnuklaustrið var hér til siðaskipta árið 1550 og finna má vísanir í klaustrið og nunnurnar sem þar bjuggu í ýmsum staðarheitum í nánd við bæinn, svo sem Systrastapa, Systrafoss og Systravatni.

Thumbnail

Leiðin að Klaustri

Á leiðinni frá Reykjavíkur til Kirkjubæjarklausturs er marga fallega staði að sjá, svo sem Seljalandsfoss, Skógarfoss og Reynisfjöru. Endilega horfið á þetta myndband sem sýnir ferðina!

Horfa á myndband