Norðurljósin á Hótel Klaustri
Kirkjubæjarklaustur og nágrenni eru meðal bestu staða til þess að líta eftir norðurljósum á Íslandi. Að vera langt frá ljósum borgarinnar gefur upplifuninni meiri sjarma í magnaðri íslenskri náttúru.
From 29.966 ISK
Contact usHvað gerir Hótel Klaustur að frábærum stað til að sjá norðurljósin?
Til þess að sjá norðurljósin þarf að vera heiðskírt og dimmt. Þeim mun lengra sem þú ert frá ljósmengun þeim mun betra en það gerir Suðurland í heild sinni og sérstaklega Kirkjubæjarklaustur að góðum stað til þess að horfa eftir norðurljósunum.
Óhindrað útsýni til himins
Það eru engir turnar eða borgarljós sem skerða útsýni þitt til himins og norðurljósanna á Kirkjubæjarklaustri.
Þú veist aldrei hvar norðurljósin birtast, hvort sem það er rétt fyrir aftan Hótel Klaustur, yfir bökkum Skaftár, nálægt Systrafossi eða Stjórnarfossi eða allt um kring. Hægt er að óska eftir norðurljósavakningu hjá starfsfólki okkar svo norðurljósin fari ekki fram hjá þér þó þau birtist um miðja nótt.
Við bjóðum upp á sérstaka norðurljósapakka sem innihalda vasaljós, teppi og bolla af heitu súkkulaði sem bíður þín við heimkomuna á hótelið, til að tryggja að þér líði vel á meðan og eftir norðurljósaleitina þína.

Ókeypis norðurljósavakning
Norðurljósin eru náttúrufyrirbæri sem þýðir að þau fylgja ekki áætlun. Þegar þau birtast á síðkvöldum og nóttunni bjóðum við upp á norðurljósavakningu svo þú getir verið viss um að sjá norðurljósin, jafnvel þó þau birtist um hánótt.

Notaleg og vel útbúin herbergi
Öll herbergin okkar eru búin nútímaþægindum svo að þú getir notið sjónarspils norðurljósanna úr notalegheitum hótelherbergisins með allt sem þú þarft innan seilingar.

Tilvalin staðsetning á Suðurlandi
Ímyndaðu þér að sjá norðurljósin dansa á himninum yfir ísjökum á Jökulsárlóni eða yfir einhverjum hinna mögnuðu fossa sem prýða Suðurlandið. Hótel Klaustur er einstaklega vel staðsett innan um fallegar náttúruperlur á Suðurlandi sem gerir það að góðum stað til þess að horfa á norðurljósin.