Systrafoss & Systravatn

Þegar gengið er upp fjallshlíðina sem stendur við Klaustur tekur Systravatn á móti manni. Þangað fóru nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri á árum áður til þess að baða sig en þaðan er nafn vatnsins komið. Úr Systravatni rennur áin Fossá niður Fossárgil og myndar Systrafoss. Gangan upp að Systravatni tekur aðeins um 20 mínútur og þegar upp er komið er útsýnið stórkostlegt.