Skaftafell
Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem er um 14.140 ferkílómetrar og spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands. Þar er að finna fallegan gróður milli sands og jökla og ýmsa áhugaverða staði svo sem Svartafoss, Skaftafellsjökul og Kristínartinda. Skaftafell nýtur skjóls af Öræfajökli svo þar er oft að finna stillt og gott veður, en Öræfajökull er hluti Vatnajökuls og hæsti tindur hans er Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands. Skaftafell hefur verið myndað af eldgosum, jöklum og vötnum og er einstaklega fallegur staður. Þjóðgarðurinn er opinn almenningi, en þar gilda sérstakar reglur sem við mælum með að ferðamenn kynni sér áður en þeir heimsækja Skaftafell. Þetta gildir sérstaklega um þá sem hyggjast keyra innan svæðisins.