Kirkjugólf

Kirkjugólfið svokallaða er í stuttu göngufæri frá hótelinu okkar, rétt austan við Kirkjubæjarklaustur. Það er samsett úr stuðlabergi, þar sem aðeins sést ofan á lóðréttar súlurnar sem gefur Kirkjugólfinu sitt sérstaka útlit, en gólfið virðist vera manngert. Þrátt fyrir nafnið hefur í raun aldrei staðið kirkja á þessum fleti en í dag er kirkjugólfið friðlýst náttúruvætti.