Njóttu þess að vera í nágrenni Jökulsárlóns

Jökulsárlón er stórt jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls. Það er staðsett í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs og er friðlýst sem hluti af þjóðgarðinum. 

Lónið er ungt en það fór að myndast eftir að Breiðamerkurjökull tók að hopa eftir miðja síðustu öld. Áður rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jöklinum og fram í sjó.

Jökulsárlón hefur mikla sérstöðu meðal jökullóna hér á landi en það er dýpsta stöðuvatn landsins og nær langt niður fyrir sjávarborð; þar er lægsti staður landsins. Í lóninu gætir einnig sjávarfalla sem bera með sér mikið af hálfvolgum sjó tvisvar á sólarhring. Það herðir mjög á bráðnun jökulsins svo að enginn jökulsporður hér á landi hörfar jafnhratt og Breiðamerkurjökull við Jökulsárlón.Vegna þessarar tengingar við sjóinn fær lónið á sig einstakan blágrænan lit. Ár hvert brotna meira en 100 metrar af ís úr jöklinum sem verður til þess að Jökulsárlón er stöðugt að breytast.