Fjaðrárgljúfur
Hið mikilfenglega Fjaðrárgljúfur er í stuttu ökufæri frá hótelinu okkar. Talið er að gljúfrið hafi myndast fyrir um það bil níu þúsund árum með þeim hætti að mikið vatn hefur runnið frá ofanliggjandi jökli og sorfið bergið. Gljúfrið er um 100 metrar á dýpt og um tveir kílómetrar að lengd. Berggrunnur þess er að mestu um tveggja milljóna ára gamalt móberg frá kuldaskeiðum ísaldar. Áin Fjaðrá, sem á upptök sín í Geirlandshrauni, fellur fram af vesturbrún gljúfursins í stórkostlegum fossi þar til hún skilar sér niður í Skaftá. Fjaðrá er í dag oftast frekar vatnslítil og þess vegna geta göngumenn hæglega gengið inn í gljúfrið, þó gætu þeir þurft að vaða ána alloft. Flestir velja þó að ganga eftir göngustíg meðfram austanverðum gljúfurbarminum og sjá fossinn frá útsýnispalli þar. Fjaðrárgljúfur er á náttúruminjaskrá.