Kapellan á Klaustri
Hin fallega Kapella á Kirkjubæjarklaustri (Kapella eldprestsins Jóns Steingrímssonar) var vígð árið 1974. Kapellan var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks en hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783. Á þeim tíma ógnuðu Skaftáreldar byggðinni og telja margir að Eldmessa séra Jóns hafi stöðvað hraunstrauminn sem streymdi að Klaustri.