Dverghamrar
Dverghamrar eru stuðlabergshamrar úr blágrýti í um 10 kílómetra fjarlægð frá hótelinu okkar, skammt austan við Foss á Síðu. Ofan á stuðlunum er víða að finna það sem kallað er kubbaberg. Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð er orðin fullstorkin kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir.