Hotel Klaustur in South Iceland

Njóttu þess að vera á Klaustri

Hótel Klaustur er nútímalegt og huggulegt 4 stjörnu hótel á Kirkjubæjarklaustri.

Þægileg rúm

Sjónvarp

Sturta

Kaffi- og teaðstaða

Hárblásari

L’Occitane baðvörur

The Suite comfortable bedroom
The Suite bathroom
The Suite living room area
The Suite living room

Svíta

Tvíbreitt „King size“ rúm Setustofa

  • 41 m²
  • Tvíbreitt rúm
  • Sturta og baðkar
  • Tvö aðgangskort í sundlaug & tækjasal
  • Hámarksfjöldi gesta: 2 fullorðnir & 2 barn (12 ára og yngri)
Skoða herbergi
The Deluxe Room
The Deluxe Volcano room
Bathroom of the Deluxe Room
Deluxe room and bathroom

Tveggja Manna Deluxe Herbergi

Twin eða Tveggja rúm

  • 22 m²
  • Tvö einbreið hágæða rúm
  • Baðherbergi
  • Tvö aðgangskort í sundlaug & tækjasal
  • Hámarksfjöldi gesta: 2 fullorðnir & 1 barn (12 ára og yngri)
Skoða herbergi
The Queen guest room
Bathroom of the Standard room
Nespresso machine

Tveggja Manna Herbergi (Queen rúm)

Tvíbreidd rúm

  • 16 m²
  • Tvíbreitt rúm 160 cm
  • Baðherbergi
  • Baðvörur
  • Hámarksfjöldi gesta: 2 fullorðnir
Skoða herbergi
Standard room
Nespresso machine

Tveggja Manna Herbergi (Twin rúm)

Tvíbreið eða tvö einbreið hágæða rúm

  • 18 m²
  • Tvö einbreið eða tvíbreitt rúm
  • Baðherbergi
  • Baðvörur
  • Hámarksfjöldi gesta: 2 fullorðnir & 1 barn (12 ára og yngri)
Skoða herbergi

Jarðtenging milli jökla

Hvernig væri að koma sér burt úr amstri hversdagsins? Komdu á Hótel Klaustur, slappaðu af og njóttu þess að safna orku í sveitinni á Suðurlandi.

From 29.966 ISK

Skoða

Norðurljósin á Hótel Klaustri

Kirkjubæjarklaustur og nágrenni eru meðal bestu staða til þess að líta eftir norðurljósum á Íslandi. Að vera langt frá ljósum borgarinnar gefur upplifuninni meiri sjarma í magnaðri íslenskri náttúru.

From 29.966 ISK

Skoða
View of Kirkjubæjarklaustur

Um Kirkjubæjarklaustur

Suðurland hefur upp á margt að bjóða fyrir alla ferðalanga og náttúruunnendur.

Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er staðsett á milli tveggja þekktustu jökla Íslands, Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls. Svæðið er hluti af Kötlu jarðvangi og þar er Skaftárstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ýmis náttúruundur eru umhverfis Kirkjubæjarklaustur. Milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er Eldhraun sem er vestari hluti Skaftáreldahrauns. Hraunið er einstakt ásýndar en það er þakið þykkum grænum mosa. Það varð til í Skaftáreldum árið 1783 er það rann úr Lakagígum sem eru annað náttúruundur í nærumhverfi Kirkjubæjarklausturs.

Einnig má nefna Systrastapa og Fjaðrárgljúfur en það er um það bil tveggja kílómetra langt og 100 metra djúpt gljúfur þar sem Fjaðrá rennur, kemur af fjöllum og niður vestan megin gljúfursins í fallegum fossi.

Kirkjubæjarklaustur er tilvalinn áfangastaður fyrir fólk sem vill komast burt úr borginni og út í náttúruna. Þá er ljúft að dvelja á Hótel Klaustri sem er nútímalegt og huggulegt 4 stjörnu hótel.

Hótel Klaustur er staðsett nálægt mörgum gönguleiðum og umvafið kyngimagnaðri náttúru. Vegna staðsetningar sinnar er Kirkjubæjarklaustur frábært stopp milli Reykjavíkur og Jökulsárlóns þar sem hægt er að sækja mikilvæga þjónustu eins og bensínstöð, banka, pósthús og stórmarkað, svo ekki sé minnst á að Kirkjubæjarklaustur er þekkt fyrir að vera með besta veður á Íslandi.

Um okkur

Leiðin til Kirkjubæjarklausturs

Hótel Klaustur er frábærlega staðsett á Suðurlandi, á milli Reykjavíkur og Hafnar. Á leiðinni frá Reykjavík til Klausturs er margt fallegt að sjá, eins og Seljalandsfoss, Skógafoss og Eyjafjallajökul. Þegar þú kemur á áfangastað er enn meira að sjá en Hótel Klaustur er í stuttri göngufjarlægð eða akstursfjarlægð frá nálægum gönguleiðum til Jökulsárlóns og Skaftafells.

KANNAÐU UMHVERFIÐ

Kirkjubæjarklaustur er heillandi sveitaþorp í Skaftárhreppi. Í nánasta nágrenni er margt að sjá og upplifa og oftar en ekki þarf einungis að ganga eða keyra stutta vegalengd frá Hótel Klaustri í afþreyingu.

Veitingastaður og bar

Ljúfmeti frá matreiðslumeistaranum okkar

Á veitingastaðnum okkar færð þú frábæran morgunverð og dýrindis kvöldverð. Matargerðin er innblásin af Íslandi og 80% hráefna upprunnin á svæðinu. Matreiðslumeistarinn okkar Einar Björn Halldórsson gefur matnum þó alþjóðlegan blæ en hann sækir innblástur sinn í einnig til þeirra fjölmörgu landa sem hann hefur heimsótt.

Við bjóðum þér að njóta fordrykkjar á hótelbarnum okkar áður en þú hefur matarupplifun þína: Notalegur barinn er opinn frá hádegi til miðnættis en þar færð þú kokteila sem búnir eru til af ástríðu og sköpunargáfu og gjarnan með hráefnum úr héraði.

Opnunartími

Mánudaga – Sunnudaga
17:00 – 21:30

Chocolate mousse with ganache and blueberry sorbet
Mushroom risotto
Quotes
Quotes
Klaustur
What others say

Great service in a convenient location

Room is spacious. Bathroom is clean and they provide shower gel / handwash gel / shampoo from L’occitane!

Stars

Quotes
Quotes
Klaustur
What others say

Lovely Hotel Friendly informative staff.

We received excellent service. The rooms were very clean and comfortable. Very good selection of choices for evening meal. Breakfast is self service, again with an excellent choice.

Stars

Quotes
Quotes
Klaustur
What others say

Love this hotel

Great cosy hotel. Loved every minute there. Great amenities and very friendly people around. Loved their little bar, loved their decorations in all corridors. Rooms are comfortable and offer a great view of the mountains. Very good breakfast! And all the ambience is so romantic.

Stars