Hin fallega Kapella á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974. Kapellan var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks en hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783. Á þeim tíma ógnuðu Skaftáreldar byggðinni og telja margir að Eldmessa séra Jóns hafi stöðvað hraunstrauminn sem streymdi að Klaustri. Staðurinn þar sem hraunstraumurinn stoppaði heitir nú Eldmessutangi en kapellan stendur skammt austan við hinn gamla kirkjustað. 

Kapellan

Upplýsingar

Um staðinn

Hin fallega Kapella á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974. Kapellan var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks en hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783. Á þeim tíma ógnuðu Skaftáreldar byggðinni og telja margir að Eldmessa séra Jóns hafi stöðvað hraunstrauminn sem streymdi að Klaustri. Staðurinn þar sem hraunstraumurinn stoppaði heitir nú Eldmessutangi en kapellan stendur skammt austan við hinn gamla kirkjustað. 

Scroll to Top