Hina frægu Lakagíga er að finna í Vatnajökulsþjóðgarði, en Lakagígar eru stórfengleg 25 kílómetra löng gígaröð á Síðumannaafrétti. Lakagígar urðu til árið 1783 í Skaftáreldum, einu mesta hraungosi sem orðið hefur á jörðinni. Skaftáreldar ollu svo Móðuharðindum, einum mestu harðindum Íslandssögunnar. Því má með sanni segja að Síðuafréttur sé einkenndur af fallegu landslagi og merkilegri sögu. Í dag eru flestir Lakagíga huldir grámosa sem er afar viðkvæmur svo við biðjum alla ferðamenn sem ætla sér að skoða gígana að taka tillit til þess og fara eftir umgengnisreglum um svæðið. Lakagígar voru friðlýstir árið 1971.

Lakagígar

Upplýsingar

Um staðinn

Hina frægu Lakagíga er að finna í Vatnajökulsþjóðgarði, en Lakagígar eru stórfengleg 25 kílómetra löng gígaröð á Síðumannaafrétti. Lakagígar urðu til árið 1783 í Skaftáreldum, einu mesta hraungosi sem orðið hefur á jörðinni. Skaftáreldar ollu svo Móðuharðindum, einum mestu harðindum Íslandssögunnar. Því má með sanni segja að Síðuafréttur sé einkenndur af fallegu landslagi og merkilegri sögu. Í dag eru flestir Lakagíga huldir grámosa sem er afar viðkvæmur svo við biðjum alla ferðamenn sem ætla sér að skoða gígana að taka tillit til þess og fara eftir umgengnisreglum um svæðið. Lakagígar voru friðlýstir árið 1971. 

Scroll to Top