Dverghamrar eru stuðlabergshamrar úr blágrýti í um 10 kílómetra fjarlægð frá hótelinu okkar, skammt austan við Foss á Síðu. Ofan á stuðlunum er víða að finna það sem kallað er kubbaberg. Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð er orðin fullstorkin kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Talið er að landslagið hafi myndast seint á ísöld, en þá var sjávarmál hærra og talið að brimsvörfum hafi valdið þessu sérkennilega útliti hamranna. Þjóðsögur segja að hamrarnir séu heimili dverga og álfa og þaðan draga þeir einmitt nafn sitt. Dverghamrar eru friðlýst náttúruvætti. 

Dverghamrar

Upplýsingar

Um Dverghamra

Dverghamrar eru stuðlabergshamrar úr blágrýti í um 10 kílómetra fjarlægð frá hótelinu okkar, skammt austan við Foss á Síðu. Ofan á stuðlunum er víða að finna það sem kallað er kubbaberg. Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð er orðin fullstorkin kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Talið er að landslagið hafi myndast seint á ísöld, en þá var sjávarmál hærra og talið að brimsvörfum hafi valdið þessu sérkennilega útliti hamranna. Þjóðsögur segja að hamrarnir séu heimili dverga og álfa og þaðan draga þeir einmitt nafn sitt. Dverghamrar eru friðlýst náttúruvætti. 

Scroll to Top